Söluleiðir

Hér verður listi yfir þá matarmarkaði sem smáframleiðendur geta tekið þátt í.

 • REKO snýst um að koma á fót milliliðalausum viðskiptum á milli bænda, heimavinnsluaðila og smáframleiðenda annars vegar og neytenda og veitingamanna hins vegar.
 • Í REKO er verið að nýta nútímatækni (samfélagsmiðilinn Facebook) sem dreifileið fyrir þessa hópa.
 • Fyrirmyndin kemur frá Finnlandi, en REKO er skammstöfun sem stendur fyrir „vistvænir og heiðarlegir viðskiptahættir“.
 • Tilgangurinn er að efla nærsamfélagsneyslu, færa smáframleiðendur og neytendur nær hver öðrum, gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjuna.
 • Markmiðið er að koma á fót dreifileið sem sparar bæði neytendum og smáframleiðendum tíma, gefur neytendum tækifæri til að kynnast framleiðendunum og þeim að fá bein viðbrögð við vörum sínum.

Sex REKO-hringir hafa verið stofnaðir hér á landi og má finna þá með því að slá orðið „REKO“ inn í leitarglugga á Facebook.
Þegar það er gert koma upp eftirfarandi hópar:


Fyrirkomulagið

 • Stjórnendur hvers REKO hóps stofna viðburð inn í Facebook hópnum fyrir hverja afhendingu.
 • Framleiðendur setja inn færslur inn í þá viðburði sem þeir vilja taka þátt í þar sem þeir tilgreina hvað þeir hafi í boði og hvað það kosti.
 • Undir hverja færslu setja áhugasamir kaupendur inn athugasemd þar sem þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa og hve mikið.
 • Kaupendur greiða framleiðendunum svo rafrænt fyrir það sem þeir ætla að kaupa; fyrir afhendingardaginn.
 • Á afhendingardeginum afhenda framleiðendur kaupendum síðan vörurnar milliliðalaust.
 • Neytandinn er búinn að borga vöruna fyrirfram og aðeins er afhent það magn sem pantað var,
  ekki er hægt að breyta pöntun eða kaupa af öðrum á staðnum.

Almenn kynning á REKO
www.mataraudur.is/reko-a-islandi


REKO algengar spurningar og svör
www.mataraudur.is/reko-algengar-spurningar-og-svor-fyrir-framleidendur/