Beint frá býli

Á aðalfundi Beint frá býli (BFB) þann 24. apríl 2022, var samþykkt að félagið yrði aðildarfélag að Samtökum smáframleiðenda matvæla (SSFM).

 

Beint frá býli er félag heimavinnsluaðila á lögbýlum á Íslandi. Félagið var stofnað þann 29. febrúar 2008.

 

Megin tilgangur: Hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum.

Vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.


Megin markmið: Tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi.

Hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.


Aðildarfélög SSFM eru áfram sjálfstæð félög með eigin kennitölu, samþykktir og stjórn. 

Framkvæmdastjóri SSFM, Oddný Anna Björnsdóttir, er framkvæmdastjóri beggja félaga á meðan BFB er aðildarfélag að SSFM.

 

 

Aðild að BFB veitir, til viðbótar við þau réttindi sem félagsmenn SSFM hafa, rétt til að:

Félagsmerki Beint frá býli

beint_fra_byli_logo-01.jpg

Reglur um merkið

  1. Félagsmerki Beint frá býli (BFB) er skráð einkennistákn félagsins.
  2. Tilgangur merkisins, auk þess að vera einkennistákn félagsins, er að gera félagsmönnum kleift að miðla því að býli þeirra sé aðili að BFB og þar fari fram heimavinnsla og/eða frumframleiðsla á matvælum.
  3. Öðrum en félagsmönnum BFB er óheimilt að nota merkið (sjá þó lið 6).
  4. Merkið er ætlað til notkunar á markaðs- og kynningarefni, þ.m.t. vefsíður, samfélagsmiðla, fána, skilti, sýningarbása, fatnað og annað slíkt.
  5. Óheimilt er að nota félagsmerkið á vörur og vöruumbúðir. Upprunamerki félagsins Frá fyrstu hendi er ætlað fyrir það.
  6. Þriðja aðila, s.s. verslun eða þjónustuaðila sem selur eða kynnir vörur félagsmanna, er óheimilt að nota merkið nema með samþykki stjórnar BFB.
  7. Óheimilt er að breyta letri og innri hlutföllum í merkinu.
  8. Félagsmerkið er skráð vörumerki og því varðar misnotkun á merkinu við lög.

 

Samþykkt á stjórnarfundi,

3. október 2022

Upprunamerkið Frá fyrstu hendi

Frá fyrstu hendi merki BFB.jpg

Reglur um merkið

  1. Frá fyrstu hendi er upprunamerki félagsins Beint frá býli (BFB).
  2. Tilgangur merkisins er að miðla hver uppruni vörunnar er, þ.e. frá frumframleiðanda/heimavinnsluaðila á lögbýli á Íslandi.
  3. Öðrum en félagsmönnum BFB er óheimilt að nota merkið.
  4. Sækja þarf um heimild til að nota merkið. Umsóknareyðublaðið má nálgast hér.
    1. Óheimilt er að nota merkið þar til sú umsókn hefur verið samþykkt af stjórn.
    2. Brjóti félagsmaður reglur merkisins getur stjórn BFB afturkallað heimildina bregðist viðkomandi ekki við ábendingum innan tilskilins frests.
  5. Heimilt er að setja merkið á vörur og vörumbúðir sem og á markaðs- og kynningarefni, þ.m.t. á vefi og samfélagsmiðla þar sem vörurnar eru kynntar, að því gefnu að eftirfarandi skilyrðum sé fullnægt:
    1. Vörurnar eru framleiddar, að hluta eða í heild, af ábúendum; annað hvort á býlinu sjálfu og/eða í vottaðri framleiðsluaðstöðu í nærumhverfi býlisins.
    2. Heimilt er að setja merkið á kjöt sem skorið er af sláturhúsi / vinnslu.
    3. Heimilt er að setja merkið á vörur sem eru framleiddar í samstarfi BFB félaga.
    4. Að lágmarki 40% hráefna í samsettum vörum séu upprunin á býlinu, t.d. í sultum og mauki, mjólkurvörum og tilbúnum réttum.
  6. Heimilt er að setja merkið á vörur sem eru:
    1. Seldar beint frá býlinu, þ.m.t. í gegnum eigin miðla (vefi, tölvupóst, samfélagsmiðla o.þ.h., hvort sem framleiðandinn afhendir þær sjálf(ur) eða sendir með flutningsaðila), á mörkuðum og í verslunum á vegum heimavinnsluaðila/smáframleiðenda.
    2. Óheimilt er að setja merkið á vörur sem seldar eru af þriðja aðila, þ.m.t. almennum matvöruverslunum.
  7. Óheimilt er að breyta letri og innri hlutföllum í merkinu.
  8. Frá fyrstu hendi er skráð upprunamerki og því varðar misnotkun á merkinu við lög.

 

Samþykkt á stjórnarfundi BFB

3. október 2022